Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

María Hugrún Ólafsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

María Hugrún Ólafsdóttir

Hliðstæð nafnaform

  • Maria Olafsdottir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1921-1979

Saga

María Hugrún Ólafsdóttir myndlistarkona var fædd á Tálknafirði 6. maí 1921 og bjó á Vindheimum ásamt foreldrum sínum og 14 systkinum, en hún var sú tólfta í röðinni. Tíu ára fór hún til Reykjavíkur og hóf sína fyrstu formlegu skólagöngu í Miðbæjarskólanum. Sóðar stundaði hún nám í Handíðaskólanum í Reykjavík 1941-1943, Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1946-1952 og fór í námsferðir til Hollands og Parísar.

María tók þátt í fjölda samsýninga á Íslandi, Í Þýskalandi og Danmörku ásamt því að taka þátt í árlegri sýningu „SE“ hópsins í Charlottenborg í 28 ár. Þess að auki Hélt hún tvær einkasýningar í Norræna húsinu árin 1973 og 1976. Verk Maríu eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Menntamálaráði, Skógasafnsins, Statens Museum for Kunst og Undervisningsministeriet. Þá hlaut María heiðursstyrki frá Ekersberg-Thorvaldsensfond, Statens Kunstfond, Anne E. Munch, Dansk-Islandsk fond og Menntamálaráði.

María átti lengst af heima í Kaupmannahöfn. Hún kvæntist Alfred Immanuel Jensen (1917-2006) myndlistarmanni árið 1952. Þau áttu tvær dætur saman; Jóhönnu Maríu og Valdísi Elísabetu. Fyrir átti María soninn Vilhjálm. María lést í Kaupmannahöfn árið 1979.

Staðir

Ísland. Danmörk.

Réttindi

Starfssvið

Myndlistakona.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

30. ágúst 2017.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Lífsferill Maríu Hugrúnar ritaður af Helgu Hjörvar og fylgdi með afhendingu.
In memorian í Morgunblaðinu 19. september 1979, bls. 29.

Athugasemdir um breytingar

Rakel Adolphsdóttir skráði.