Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur

Auðkenni

Tegund einingar

Corporate body

Leyfileg nafnaform

Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1911-1960

Saga

Lestrarfélag kvenna var stofnað í Reykjavík 18. september árið 1911 af konum úr Kvenréttindafélagi Íslands sem höfðu þá rekið lesstofu fyrir konur í tvö ár. Fyrirmyndin kom að utan, en slíkar stofur voru reknar víða í Evrópu og meðal annars í Kaupmannahöfn. Félagsritið Mánaðarritið hóf göngu árið 1912 og var handskrifað inn í sérstaka bók og lesið upp á fundum. Þar getur að líta tilgang félagsins á titilsíðunni: „að vekja og efla löngun til að lesa góðar bækur og eftir föngum að rekja og ræða efni þeirra til aukins skilnings, og ef verða mætti, til einhverra verklegra framkvæmda.“ Ritið lifði í rúma tvo áratugi og gefur góða mynd af starfsemi félagsins og hugðarefnum félagskvenna. Meðal þeirra sem rituðu oft í bókina var Theodóra Thoroddsen skáldkona.

Félagið opnaði lesstofu fyrir börn árið 1912 og rak hana í 25 ár. Stofan var opin tvo tíma á dag yfir vetrartímann, alla virka daga. Félagskonur skiptust á að hafa sögustund fyrir börnin og hjálpa þeim við heimanám. Starfsemin var einkum hugsuð fyrir börn sem bjuggu við slæmar aðstæður eða fengu hvorki næði né aðstoð við heimanámið.

Málhreinsunarnefnd starfaði á vegum félagsins frá árinu 1920 í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands og var tilgangurinn að skapa ný orð og vernda íslenskt mál. Meðal nýyrða sem þarna urðu til má nefna veggfóður (betrekk), snyrting (tojlett) og blómvöndur (búkett).

Félagið fékk húsaleigustyrk frá bænum til starfseminnar en félagskonur ráku bókasafn sitt og lesstofu í sjálfboðavinnu. Aðsóknin fór hins vegar þverrandi síðustu árin og félagið var lagt niður árið 1961 og bækurnar gefnar Reykjavíkurborg til minningar um Laufeyju Vilhjálmsdóttur sem var formaður félagsins frá upphafi til dánardags (29. mars 1960).

Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Lestrarf%C3%A9lag_kvenna

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar