Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0001 - Kvennafrí 1975. Einkaskjalasafn.

Ræða AS 1976 1 Ræða AS 1976 2 Hvorfor kvindefridag Varför kvinnoledighet Why a day of for women Hvorfor kvinnefri Hvers vegna kvennafrí? Dagskrá útifundar Fréttatilkynning um Kven... yfirlýsing eik m-l 2 yfirlýsing eik m-l 1

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0001

Titill

Kvennafrí 1975. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1973 - 1980 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Safnið inniheldur gögn sem urðu til hjá undirbúningsnefnd um Kvennafrídag 24. október 1975 og gögn frá Björgu Einarsdóttur.

Nafn skjalamyndara

Björg Einarsdóttir (f. 1925) (F. 25.08.1925)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd í Reykjavík
Menntun: Nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1938-1941. Nám í bókhaldi og ritun verslunarbréfa í einkaskóla 1941-1942. Nám við hússtjórnarskóla í Sórey í Danmörku 1947-1948, auk námskeiðs í meðferð ungbarna. Nám í íslenskum bókmenntum og almennri sögu í einkaskóla 1964-1966, í enskum bókmenntum 1967-1968. Fararstjórnarnámskeið hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1971. Nám við öldungadeild MH 1973-1975.

Starfsferill: Skrifstofustörf hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar 1941-1950 og 1958-1972, hjá Iðnskólanum í Reykjavík 1973-1975. Fulltrúi skólastjóra Þroskaþjálfaskóla Íslands 1976-1979, kenndi þar jafnframt félagsfræði. Stofnandi útgáfufélagsins Bókrúnar ehf., ásamt fjórum konum öðrum, 1984.

Önnur störf: Starfaði með Rauðsokkahreyfingunni 1971-1975, þar af í miðstöð 1973-1974. Átti hlutdeild í þremur af tíu útvarpsþáttum hreyfingarinnar 1972 og var í blaðhópi ritsins Forvitin rauð 1972-1973. Í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, 1975-1981, þar af meðstjórnandi 1975-1977 og 1981-1982, ritari 1977-1978. Formaður Hvatar 1978-1981 og heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1988, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1981-1987 og í fyrstu stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna 1997-1998. Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1976-1988, varaformaður 1976-1980 og heiðursfélagi frá 1997. Í ritnefnd ársritsins 19. júní 1976-1979 og 1985, heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn IAW, alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga, 1976-1979, formaður einnar fastanefndar þar 1979-1982. Einn átta flutningsmanna að tillögu um kvennafrí á Kvennaársráðstefnu í júní 1975, síðan tengiliður starfshópa framkvæmdanefndar um kvennafrí 24. okt. 1975. Stofnfélagi umhverfissamtakanna Líf og land 1977, í fyrstu stjórn og heiðursfélagi frá 1985. Í stjórn Blindrafélagsins 1979-1983. Stofnfélagi Vinafélags Blindrabókasafns Íslands 1992 og í stjórn það ár. Formaður ráðgjafarnefndar Jafnréttisráðs 1977-1980, varamaður BSRB í ráðinu þann tíma. Í svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra 1980-1983. Formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur 1982-1986. Í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva 1990-1993 og í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1992-1995.

Ritstörf: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna 1.-3. bindi, 1984-1986. Hringurinn í Reykjavík - Stofnaður 1904 – Starfssaga, 2002. Í ritnefnd bókanna Frjáls hugsun - frelsi þjóðar: Hvöt 45 ára, 1982. Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár, 1989. Ritstjórn: Ljósmæður á Íslandi, 1.–2. bindi, 1984. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 1926-1976, 1976. Ritstjórn myndefnis: Veröld sem ég vil, saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992, 1993. Ýmsar greinar í blöðum og tímaritum og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta.

Viðurkenning: Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1988.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Nafn skjalamyndara

Kvennaársnefnd (29. maí 1975- júní 1977)

Stjórnunarsaga

Ríkisstjórnin skipaði Kvennaársnefnd í maílok 1975 til þess að hafa með höndum í samráði við ríkisstjórnina framkvæmd þeirra tillagna, sem "samstarfsnefnd um kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975) hefði orðið ásátt um, eiga sjálf frumkvæði að tillögum og framkvæmdum í sambandi við kvennaárið, og kanna stöðu kvenna í íslensku þjóðfélagi.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

28. mars 1976: Kvennaársnefnd 1975.
27. október 2000: Björg Einarsdóttir.

Umfang og innihald

Í safninu eru 8 öskjur með fundagerðabókum, erindum, ræðum, bréfum, tilkynningum, dagskrá 24. okt. 1975, baráttukveðjum, skeytum og öðru efni sem til féll. Einnig tilheyra safninu tvær stórar úrklippubækur sem rekja aðdraganda og sögu dagsins.

Grisjun, eyðing og áætlun

Tvítökum af ljósrituðu efni og prenti var eytt.

Viðbætur

Viðbóta er ekki von.

Skipulag röðunar

Askja 1
A: Gögn frá Björgu Einarsdóttur er varða kvennafrídaginn 1975
A1: Aðdragandi
A2: Framkvæmd
A3: Frágangur

Öskjur 2-8. Kvennaársnefnd 1975
Askja nr. 2.
• Útsend bréf
• Ræða Önnu Sigurðardóttur í mars 1976 þegar Kvennaársnefndin gaf gögn sín og einnig fé til Kvennasögusafns
• Fundir Kvennaársnefndar
• Minnisblað Ragnhildar Helgadóttur v. kvennaárs S.Þ. 1975
• Tillögur til Kvennaársnefndar
• Starfsumsóknir
Ýmisleg skjöl og bréf
Askja nr. 3
Undirbúningur kvennafrídagsins:
• ‘Stóðu meyjar að meginverkum’. Fundur 14. 6. 1975
• Fundir um kvennafrí 11/9 1975 og 15/9 1975
• Landsbyggðarhópur 1975
• Bréf send til framkvæmdanefndar kvennafrídags o.fl.
• Starfshópur um kvennafrí
• Skýrsla fjáröflunarhóps
• Rekstrar- og efnahagsreikningur pr. 31. des. 1975 fyrir kvennafrí
• Framkvæmdanefnd um kvennafrí – fundargerðir
• Greinargerð um kvennafrídaginn o.fl.:
Dagskrá KRFÍ
Söngtextar. Höfundar Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson
Alþingismannahvatning. Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir
Ávörp: Björg Einarsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir,
Til fósturlandsins Freyju. Höfundur Valborg Bentsdóttir
• Í samstöðunni felst sigur okkar – eftir Gerði Steinþórsdóttur (?)
• Erlendar baráttukveðjur
• Innlendar baráttukveðjur
• Skeyti send á Lækjartorg 24.11. 1975
• Um kvennafrídaginn á ensku og dönsku
• Skýrslur um kvennafrídaginn
Efst liggur dagskrá fundarins ásamt nokkrum öðrum skjölum
Askja nr. 4
Bókhaldsgögn Kvennafrídagsins.
Askja nr. 5
Ýmislegt tengt kvennaári; m.a. sérblað Alþýðublaðsins og opna úr Morgunblaðinu þar sem ártöl og
áfangar í íslenskri kvennabaráttu eru rakin
Askja nr. 6
Ýmsar skýrslur, íslenskar og erlendar, tengdar kvennaári, m.a. 5 skýrslur frá Kvennasögusafni
Askja nr. 7
Kvennaársráðstefnan 20.-21. júní 1975
• Erindi flutt á ráðstefnunni: Björg Einarsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Haraldur Ólafsson, Gunnar G. Schram, Ólafur Egilsson,
• Fréttatilkynning og áskoranir frá ráðstefnunni
• Niðurstöður starfshópa
• Þátttakendalisti
• Próf við Háskóla Íslands (ráðstefnugögn)
• Steinunn Harðardóttir: punktar frá ráðstefnunni
Askja nr. 8
Fundargerðabækur vegna undirbúnings Kvennaárs.
Einnig greinargerð eftir fimm þátttakendur á heimsþingi kvenna í A-Berlín í okt. 1975

Skilyrði er ráða aðgengi

Notendur eru bundnir af ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • danska
  • enska
  • íslenska
  • sænska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

KSS 555 - Kvennafrídagar
KSS 2 - Listahátíðir kvenna

Útgáfuupplýsingar

Gerður Steinþórsdóttir: "Í samstöðunni felst sigur kvenna—Framlag íslenskra kvenna til alþjóðlega kvennaársins" í Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur. Sögufélag, Reykjavík 1980, s. 45-55.

Útgáfuupplýsingar

Björg Einarsdóttir: Kveikja að kvennafríi í Húsfreyjan 1, 37. árg. 1986, s. 9-18.

Athugasemd

Gögn voru frumskráð við komu. Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt 18. júlí 2013.

Athugasemd

Rakel Adolphsdóttir bætti við skráningu 25.-28. október 2016 og skipaði í efnisflokka.

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Við skráningu er stuðst við ISAD(G)

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Rafræn skráning gerð 18. júlí 2013. Uppfærð í janúar 2017.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Stuðst við dagbækur og aðfangaskrár Kvennasögusafns Íslands.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir