Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 03.01.1949

Saga

Menntun: Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1966. Leikari frá Leiklistarskóla LR 1969. Söngnám hjá Engel (Göggu) Lund 1968-1972. Gestanemandi í leikhúsfræðum og kennslu leikrænnar tjáningar við Kaupmannahafnarháskóla 1979-1981.

Starfsferill: Ritari hjá Orkustofnun 1966-1970. Kynnir og umsjónarmaður Stundarinnar okkar hjá RÚV-Sjónvarpi 1969-1972. Starfsmaður auglýsingadeildar og þulur hjá RÚV 1971-1974. Kennari við Barnaskóla Akureyrar 1974-1975. Leiklistarkennari og leikstjóri hjá MA 1974-1979. Framkvæmdastjóri vikublaðsins Norðurlands 1976-1979. Dreifingarstjóri Þjóðviljans 1982-1984. Kennari í leikrænni tjáningu við MHÍ 1982-1985 og Þroskaþjálfaskóla Íslands (nú Kennaraháskóla Íslands) frá 1982. Stundakennari við HÍ frá 1995. Leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA, með hléum, 1970-1978. Þáttagerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi af og til. Þjóðlaga- og vísnasöngur um árabil, hefur m.a. sungið inn á sex hljómplötur.

Önnur störf: Einn af stofnendum Alþýðuleikhússins 1975. Formaður Alþýðubandalagsfélags Akureyrar 1977-1979. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri 1978-1979. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1983-1989. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1985-1987. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1986-1990. Einn af stofnendum framboðsins Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess frá sama tíma til 1994. Stjórnarformaður Borgarspítalans – Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998.

Ritstörf: Greinar í dagblöðum og tímaritum, auk þáttagerðar fyrir útvarp og sjónvarp.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Kennari

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 03.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði