Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 31.07.1955

Saga

Verslunarpróf VÍ 1973. Burtfararpróf frá Leiklistarskóla Íslands 1978.
Leikari og hvíslari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978-1979, leikari og bókhaldari í Alþýðuleikhúsinu 1979-1983. Fulltrúastörf á skrifstofu Listahátíðar Reykjavíkur, störf hjá Kvikmyndafélaginu Óðni og Kvikmynd og fulltrúastörf hjá Leiklistarskóla Íslands 1979-1983. Framkvæmdastjóri Kramhússins 1984-1985. Leikstjóri og leikari hjá Svörtu og sykurlausu 1983-1986. Dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp 1980-1990. Framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga 1988-1993. Fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1995-1998. Lausráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og hjá sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópum 1980-1999, auk þess að hafa leikstýrt fjölda leiksýninga hjá skólaleikfélögum og áhugamannaleikfélögum um land allt. Kennsla á leiklistarnámskeiðum víða um land, í Færeyjum og á Írlandi. Stjórnandi stórra menningarviðburða, m.a. Þjóðleiks á Þingvöllum á Lýðveldishátíðinni 1994, dagskrárstjóri á Kristnihátíð á Þingvöllum 2000. Skip. umhverfisráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 1. febr. 2009, lausn 10. maí 2009.
Fulltrúi í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands 1977-1978 og 1988-1993. Ritari IV. deildar Félags íslenskra leikara 1980-1981. Formaður IV. deildar Félags íslenskra leikara 1981-1982. Fulltrúi í Leiklistarsambandi Íslands 1988-1993. Í NAR, norrænu samstarfi áhugaleikfélaga, 1988-1993. Í nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um menntastefnu til 2000 (listgreinar) 1990 og nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um endurskoðun leiklistarlaga 1994. Formaður framkvæmdastjórnar Leiklistarráðs 1990-1994. Varamaður í stjórn TDN, Teater og dans i Norden, norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar, 1997-2001. Gjaldkeri í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi 1998-1999. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Sorpu 2002-2004. Í fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra 2004–2005. Í starfshópi dómsmálaráðherra um starfsumhverfi vændis 2004–2006. Í stjórn Ísland – Panorama síðan 2006. Í auðlindanefnd iðnaðarráðherra 2006. Í umhverfisnefnd Norðurlandaráðs 2007–2008. Í Þjóðleikhúsráði síðan 2007. Í Þingvallanefnd 2007-2009. Í vatnalaganefnd iðnaðarráðherra 2008. Í starfshópi menntamálaráðherra um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði 2008. Í menningarnefnd Norðurlandaráðs síðan 2008.
Alþm. Reykv. 1999-2003, alþm. Reykv. n. 2003-2007, alþm. Reykv. s. 2007-2009 (Vg.).
Vþm. Reykv. s. okt.-nóv. 2010 (Vg.).
Umhverfisráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2009.
Menntamálanefnd 1999-2009, umhverfisnefnd 1999-2009.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007-2009.
Hefur samið leikgerðir og handrit ýmissa leiksýninga.
Ritstjóri: Leiklistarblaðið (1988-1993).
Heimild: http://www.althingi.is/altext/cv/?ckennitala=3107553119

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Leikstjóri, fyrrv. alþingismaður og ráðherra

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði