Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Jónas Jónasson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jónas Jónasson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

03.05.1931 - 22.11.2011

Saga

Menntun: Gagnfræðapróf 1947. Nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1946-1948, hjá Wilhelm Lanzky-Otto (píanó), Karli O. Runólfssyni (tónfr.) og Páli Ísólfssyni (tónl. saga). Nám hjá Ragnari H. Ragnar (píanó) í Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948-1949. Nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1949-1951, hjá Árna Kristjánssyni (píanó) og Jóni Þórarinssyni (hljómfr.). Nám við Leiklistarskóla Ævars Kvaran frá upphafi skólans og í fimm ár, kennari þar í tvö ár. Námskeið í stjórnun þátta í sjónvarpi hjá Danska sjónvarpinu 1964. Kynnti sér kvikmyndagerð hjá London Films Studios í Shepperton fyrri hluta vetrar 1951 og flutning útvarpsleikrita hjá BBC á sama tímabili.

Starfsferill: Hóf störf á fréttastofu RÚV 17 ára, hefur síðan verið starfsmaður RÚV utan tvö ár, var þá verslunarstjóri Bókaverslunar POB á Akureyri, blaðamaður á Vikunni (lausamaður) og í blaðstjórn, jafnframt fréttaþulur hjá RÚV. Hefur starfað á öllum deildum RÚV, verið dagskrárþulur, starfsmaður leiklistardeildar, tónlistardeildar og dagskrárdeildar. Veitti forstöðu RÚV á Akureyri og var upphafsmaður fyrsta svæðisútvarpsins. Hefur leikstýrt mörgum útvarpsleikritum, einnig hjá ýmsum áhugaleikfélögum, t.d. á Akureyri, í Kópavogi, á Ólafsfirði, í Húsavík, á Patreksfirði og Akranesi.

Önnur störf: Varamaður í útvarpsráði um tíma.

Ritstörf: Fjölmargar barnasögur fyrir útvarp. Brú milli heima, um Einar á Einarsstöðum, 1972. Polli ég og allir hinir, unglingabók, 1973. Glerhúsið, leikrit, sýnt hjá LR 1978. Einbjörn Hansson, skáldsaga, 1981. Kvöldgestir, viðtöl, 1983. Og svo kom sólin upp, frásagnir um baráttu við alkóhólisma, 1985. Brúðan hans Borgþórs, ævintýrasaga, 1989. Sigfús Halldórsson, afmælisbók, 1990. Lífsháskinn, minningar, skráðar af Svanhildi Konráðsdóttur, 1991. Til eru fræ – Haukur Morthens, saga söngvara og sjentilmanns, 1993. Krappur lífsdans, ævisaga Péturs H. Ólafssonar, 1994. Saklaus í klóm réttvísinnar, saga Magnúsar Leopoldssonar, 1996. Þá flugu Ernir, lítil flugsaga að vestan – saga Harðar Guðmundssonar sjúkraflugmanns, 1997. Greinar í blöðum, fastir dálkar í Alþýðublaðinu í eitt ár. Leiklistargagnrýnandi í tvö ár fyrir Alþýðublaðið, viðtöl fyrir tímaritið Mannlíf. Revían Alvörukrónan með Gunnari M. Magnúss, 1960. Hefur skrifað mikið fyrir RÚV frá 1960-1992, t.d. leikrit og framhaldsleikrit (9 talsins). Höfundur fjölmargra laga í ýmsum útvarpsþáttum og leikritum. Mörg laga Jónasar hafa komið út á hljómplötum, meðal þeirra kunnustu eru Bátarnir á firðinum, Kvöldljóð, Hagavagninn og Vor í Vaglaskógi. Kynnir á ýmsum tónleikum og söngskemmtunum um árabil, m.a. hjá Hauki Morthens, Victor Borge og fleiri erlendum skemmtikröftum. Hefur gert mikinn fjölda útvarpsþátta af ólíkum toga, þekktastur fyrir viðtöl sín.

Viðurkenningar: Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1973, fyrir bókina Polli ég og allir hinir.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Dagskrárgerðarmaður

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar