Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Málaflokkur - Jón Sigurðsson Forseti

Bréf - 28.01.1858 Bréf - 16.04.1858 Bréf - 29.06.1858 Bréf - 12.10.1860 Bréf - 12.09.1861 Bréf - 28.02.1862 Bréf - 02.06.1870

Tilvísunarkóði

Titill

Jón Sigurðsson Forseti

Dagsetning(ar)

Þrep lýsingar

Málaflokkur

Umfang og efnisform

7 Bréf.

Nafn skjalamyndara

Jón Sigurðsson (17. júní 1811 - 7. desember 1879)

Lífshlaup og æviatriði

Jón Sigurðsson fæddist 17. júní árið 1811 á Hrafnseyri í Arnarfirði á Vestfjörðum. Hann fæddist á Bótolfsvöku (á laugardegi). Hann var skírður í höfuðið á móðurafa sínum, Jóni Ásgeirssyni. Faðir hans var Sigurður Jónsson, prestur og móðir hans Þórdís Jónsdóttir, húsfreyja. Jón átti tvö systkini: Jens og Margréti. Margrét ól manninn á Vestfjörðum og gerðist bóndi á Steinanesi í Arnarfirði. Jens fluttist síðar til Reykjavíkur og gerðist kennari og rektor Lærða skólans. Á uppvaxtarárunum stundaði Jón nám hjá föður sínum.

Jón fluttist til Reykjavíkur átján ára gamall og tók stúdentspróf árið 1829 með ágætiseinkunn. Í Reykjavík vann hann í verslun föðurbróður síns, Einars Jónssonar, og þannig kynntist hann verðandi eiginkonu sinni Ingibjörgu, sem var dóttir Einars. Vorið 1830 réðist Jón til starfa sem biskupsritari hjá Steingrími Jónssyni, biskupi Íslands í Laugarnesi. Steingrímur átti stæðilegt bókasafn og fékk Jón afnot af því. Þar vaknaði áhugi hans á sögu Íslands og menningu.

Jón hélt til Kaupmannahafnar árið 1833 til náms og þar bjó hann til æviloka. Í fyrstu nam hann málfræði en þá fékk hann styrk frá gjafasjóði Árna Magnússonar og sneri sér að lestri íslenskra bókmennta og seinna sögu við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk þó aldrei prófi. Hann vann sem málvísindamaður hjá Árnasafni. Sem slíkur var hann fenginn til að aðstoða færeyska prestinn Hammershaimb við að gera færeyskt ritmál og réð því að færeysk stafsetning tekur mið af uppruna orða miklu fremur en framburði. Þá var hann aðalmaðurinn á bak við tímaritið Ný félagsrit allan tímann sem það kom út á árunum 1841-73.

Jón var kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu árið 1844 og sótti hann Ísland heim á ný árið 1845 til þess að geta setið á Alþingi. Jón sat sem forseti Alþingis árin 1849-53, einn og hálfan mánuð árið 1857 og loks frá 1867-77. Viðurnefnið forseti fékk hann hins vegar vegna þess að hann var frá 1851 forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. Á tímabilinu sem Jón var þingmaður kom Alþingi saman annað hvert ár og stóð í sex vikur. Jón gat því búið í Kaupmannahöfn en komið heim og sótt þing. Einn helsti stuðningsmaður heima í héraði var varaþingmaður Jóns, Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði og segir í skrifum Lúðvíks Kristjánssonar, fræðimaður, að berlega sé ljóst að Magnús á Hvilft er maðurinn sem Íslendingar eiga að þakka hina traustu forystu í baklandi Jóns á Vestfjörðum og gaf honum undirstöðu til sinnar kröftugu sjálfstæðisbaráttu.

Eiginkona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir, sem sat í festum heima á Íslandi í tólf ár frá 1833 en þau giftust loks þegar hann kom heim á þingið 1845 þann 4. september. Nokkur aldursmunur var á hjónunum, hún var sjö árum eldri. Hjónin voru bræðrabörn eignuðust engin börn. Þau ólu upp systurson Jóns, Sigurð Jónsson, frá því hann var átta ára. Þau fluttust saman til Kaupmannahafnar og bjuggu lengst á Øster Voldgade 8 (sem núna heitir Øster Voldgade 12 (Jónshús)), en þar voru þau frá árinu 1852 til andláts Jóns 1879. Götuna kölluðu Íslendingar Austurvegg.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Umfang og innihald

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir