Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Jón Helgason

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jón Helgason

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.06.1899 - 19.01.1986

Saga

Jón Helgason, f. 30. júní 1899 að Rauðsgili í Hálsasveit, Borgarf. [d. 19. janúar 1986 í Kaupmannahöfn]. For.: Helgi Sigurðsson b. þar og Valgerður Jónsdóttir. Stúd. M.R. 1916. Mag. Art. Í norrænum fræðum við Khafnarhásk. 1923. Dr. Phil. við Hásk. Ísl. 1926. Kennari við hásk. í Osló 1926–27. Forstöðumaður safns Árna Magnússonar í Khöfn 1927–57, síðan forstöðumaður Árna Magnússonar stofnunarinnar og hefur átt sæti í Árnanefnd frá 1936. Prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Khafnarhásk. frá 1929. Félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1930, Vetenskaps-Societen í Lundi 1938, Det norske Videnskapsakademi 1946,
Det kgl. danskeVidenskabernes Selskab 1954, Kungl. Vitterhets, Historie och antikvitets Akademien 1956, Vetenskaps-Societeten í Uppsölum 1957 og Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum 1960. Heiðursfélagi Hins ísl. bókmenntafélags 1951. Helztu útgáfur og rit: Heiðreks saga, 1924. Jón Ólafsson frá Grunnavík (doktorsrit), 1926. Hrappseyjarprentsmiðja, 1928. Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 1929. Udvalgte afsnit af Konungsskuggsjá, 1930. Den store saga om Olav den hellige (ásamt próf. O.A. Johnsen), 1930–41. Íslendsk lesibók (ásamt Janus Øssurson), 1932. Norrøn Litteraturhistorie, 1934. Bjarni Thorarensen: Ljóðmæli I–II, 1935. Inngangur að Corpus codicum Islandicorum medii aevi VI (1934), XV (1942) og XIX (1950), ennfremur að Monumenta typographica Islandica IV (1936) og VI (1942). Íslenzk miðaldakvæði 1936 o.áfr. Byskupa sögur 1938 o.áfr. Úr landsuðri (kvæði), 1939, 2. pr. Með úrfellingum og viðaukum 1948. 3. pr. 1965, 4. pr. 1971. Lucas Debes, 1940. Háttalykill enn forni (ásamt Anne Holtsmark), 1941. Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, 1942. Bjarni Thorarensen: Bréf I, 1943. Ármanns rímur og Ármanns þáttur, 1948. Ludvig Holberg: Nikulás Klím. Íslenzk þýðing eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík, 1948. Islandske læsestykker, 1948. Ludvig Holberg: Jóhannes von Háksen, 1950. Móðars rímur og Móðars þáttur, 1950. Hrafnkels saga, 1950. Fortællinger fra Landnámabók,1951. Eddadigte I–III, 1951–52. Hákonar saga Ívarssonar (ásamt Jakobi Benediktssyni), 1952. Norges og Islands digtning, í Nordisk Kultur VIII, 1952. Kvæðabók úr Vigur, 1955. Víga-Glúms saga og Gísla saga Súrssonar, 1956. Handritaspjall, 1958. Ritgerðarkorn og ræðustúfar, 1959. Kvæðabók Gissurar Sveinssonar, 1960. Tuttugu erlend kvæði og einu betur, 1962. Tvær kviður fornar, 1962. Kviður af Gotum og Húnum, 1967. Kver með útlendum kvæðum, 1976. Tólf annálagreinar frá myrkum árum (sérpr. úr sjötíu ritgerðum helguðum Jakobi Benediktssyni), 1977. Margar ritgerðir í tímaritum, afmælisritum og safnritum. Ritstjóri Bibliotheca of Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Meðritstj. Acta philologica Scandinavica. 1. k. 29. júní 1923 Þórunn Ástríður, f. 25. marz 1895, d. 9. maí 1966, Björnsdóttir hreppstj. og alþm. að Grafarholti í Mosfellssveit Bjarnasonar og k.h. Kristrúnar Eyjólfsdóttur. 2. k. 22. des. 1975 Agnete Loth mag. art., lektor í forníslenzku við Khafnarhásk., f. 18. nóv. 1921, dóttir Tage Loth fulltrúa á skattstofu í Khöfn og k.h. Ingeborg Gerda Loth, f. Gammeltoft Rasmussen. Heimild: Torfi Jónsson: Æviskrár samtíðarmanna II. bindi. Hafnarfirði: Skuggsjá, 1983. Bls. 146–147

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Íslensku textafræðingur og ljóðskáld, forstöðumaður Árnasafns og síðar Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn frá 1927–72 og prófessor í norrænum fræðum við Hafnarháskóla 1929–69.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Þórunn Ástríður Björnsdóttir (F. 25.03.1895 - d. 09.05.1966)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Jón og Þórunn voru gift.

Tengd eining

Agnete Loth (F. 18.11.1921 - d. 02.06.1990)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Agnete var seinni kona Jóns

Tengd eining

Rebekka Þiðriksdóttir (F. 27.10.1890 - d. 11.04.1992)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Jón var uppeldisbróðir og náfrændi Rebekku

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 31.10.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Torfi Jónsson: Æviskrár samtíðarmanna II. bindi. Hafnarfirði: Skuggsjá, 1983. Bls. 146–147

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=59991

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði