Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0032 NF - Jarþrúður Jónsdóttir. Bréfasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0032 NF

Titill

Jarþrúður Jónsdóttir. Bréfasafn

Dagsetning(ar)

  • 1875 - 1925 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

89 bréf frá 13 bréfriturum. Einnig nokkur kvæði Jarþrúðar og blaðaúrklippur, kompa og önnur gögn.
Ein askja.

Nafn skjalamyndara

Jarþrúður Jónsdóttir (28. september 1851 - 16. apríl 1924)

Lífshlaup og æviatriði

Foreldrar Jarþrúðar voru Jón Pétursson, síðar háyfirdómari, og fyrri kona hans, Jóhanna Bogadóttir Jarþrúður missti móður sína í bernsku og ólst upp með föður sínum og stjúpu, Sigþrúði Friðriksdóttur.

Jarþrúður stundaði nám hjá Augustu Johnsen í Reykjavík en dvaldi einnig við nám í Danmörku og Skotlandi. Þegar hún sneri aftur til Íslands sinnti hún kennslustörfum við Kvennaskólann í Reykjavík og var fyrsta konan sem kenndi þar bóklegar greinar. Hún sinnti einnig tungumálakennslu í heimahúsum.
Eitt ár vann hún að þingskriftum og var lang fyrsta konan sem sinnti því starfi. Jarþrúður var ritstýra Framsóknar og sinnti ýmsum ritstörfum. Skrifaði hún og gaf út ásamt Þóru Melsteð og Þóru Jónsdóttur, systur sinni, Hannyrðabókina.

Jarþrúður var meðlimur Thorvaldsensfélagsins og var í mörg ár kennari í sunnudagaskóla þess. Hún var einnig um skeið ritari Hins íslenska kvenfélags.

Um aðföng eða flutning á safn

10. desember 1969 afhenti Sigfús M. Johnsen bréf úr fórum eiginkonu sinnar, Jarþrúðar Pétursdóttur, en hún var var bróðurdóttir Jarþrúðar Jónsdóttur. Sigfús hringdi svo 16. desember og vildi leggja áherslu á að ekki væri um gjöf að ræða heldur afhendingu til könnunar. 18. desember fór Grímur Helgason, forstöðumaður handritadeildar, til Sigfúsar og sýndi honum umbúnað bréfanna. Leist honum honum vel á og vildi láta þau vera áfram á Landsbókasafni og afhenti enn fremur bréf og kort til viðbótar.

Grímur fór aftur til Sigfúsar 27. júlí 1970 og efhenti hann þá 11 bréf til viðbótar - frá séra Matthíasi til Jarþrúðar.

Allt var þetta afhent Sigfúsi aftur á árinu 1871 en 8. apríl 1872 keypti safnið þessi bréf og fleiri af honum.

Umfang og innihald

89 bréf frá 13 bréfriturum. Einnig nokkur kvæði Jarþrúðar og blaðaúrklippur, kompa og önnur gögn. Varðveitt í einni öskju.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu hefur verið eytt.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Bréfunum er eftir bréfriturum í stafrófsröð.

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir