Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Hjörleifur Guttormsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Hjörleifur Guttormsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 31.10.1935

Saga

Stúdentspróf MA 1955. Diplom-próf í líffræði frá háskólanum í Leipzig 1963, assistent við Hygiene-stofnun háskólans 1963. Kynnisferð til Bandaríkjanna vegna náttúruverndar 1971 og vegna skólamála í nóvember 1973.
Vann við landbúnaðarstörf, skógrækt, landmælingar, þýðingar og túlkun á námsárum. Kenndi nútímaíslensku við norrænudeild háskólans í Leipzig samhliða námi 1958-1961. Starfsmaður á rannsóknastofu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 1963-1964. Kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1964-1973, framhaldsdeildir frá 1968. Stundakennari við Námsflokka Neskaupstaðar og Iðnskóla Austurlands 1964-1973. Starfaði að náttúrurannsóknum, einkum á Austurlandi, 1968-1978, fyrst samhliða kennslustörfum, síðar á vegum Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað. Undirbjó stofnun þess safns 1965-1971 og veitti því forstöðu 1971-1978. Átti sæti í Náttúruverndarráði 1972-1978 og var fulltrúi á átta náttúruverndarþingum 1972-1992. Margvísleg störf á vegum Náttúruverndarráðs 1972-1978. Frumkvöðull að Safnastofnun Austurlands og stjórnarformaður hennar 1972-1978. Formaður byggingarnefndar Menntaskólans á Egilsstöðum 1973-1978. Skip. iðnaðarráðherra 1. sept. 1978, lausn 12. okt. 1979, en gegndi störfum til 15. okt. Skip. iðnaðarráðherra 8. febr. 1980, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Forgöngumaður að stofnun Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) 1970 og formaður þeirra 1970-1979. Sat í nóv.-des. 1971 á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna undirbúnings að umhverfisráðstefnunni í Stokkhólmi. Fulltrúi í sendinefnd Íslands á Stokkhólmsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins 1972 og á Ríó-ráðstefnunni um umhverfi og þróun 1992. Í stjórn Sósíalistafélags Neskaupstaðar 1964-1968. Formaður Alþýðubandalagsfélagsins í Neskaupstað 1965-1967 og 1976-1978. Formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1966-1968. Fulltrúi í miðstjórn Alþýðubandalagsins síðan 1974. Í Þingvallanefnd 1980-1992. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1984 og 1994. Í Norðurlandaráði síðan 1988, í forsætisnefnd ráðsins 1993-1995. Í Evrópustefnunefnd Alþingis 1988-1991. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Formaður nefndar um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur 1989-1990, formaður nefndar um mótun ferðamálastefnu 1989-1990. Var í jafnréttisnefnd 1991-1992, í nefnd um endurskoðun laga um náttúruvernd 1991-1992 og í hvalanefnd 1993-1994.
Landsk. alþm. (Austurl.) 1978-1979, alþm. Austurl. 1979-1999 (Alþb., Óh.).
Iðnaðarráðherra 1978-1979 og 1980-1983.
2. varaforseti Nd. 1988-1991, 1. varaforseti Nd. 1991, 3. varaforseti Alþingis 1991.
Hefur ritað um náttúruvernd, orkumál, náttúrurannsóknir, jafnréttismál, þjóðmál o.fl.
Heimild: http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=254

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Náttúrufræðingur, fyrrv. alþingismaður og ráðherra

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Gunnar Guttormsson (F. 31.10.1935)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Hjörleifur og Gunnar eru bræður

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði