Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Halldóra Briem Ek (f. 1913)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Halldóra Briem Ek (f. 1913)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

  • Halldóra Valgerður Briem

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1913-1993

Saga

Halldóra Valgerður fæddist 13. febrúar 1913 að Hrafnagili í Eyjafirði, dóttir séra Þorsteins Briem, síðar prófasts á Akranesi og ráðherra, og Valgerðar Lárusdóttur. Hún lést 21. október 1993.

Halldóra varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935, fyrst íslenskra kvenna ásamt bekkjasystur sinni, Ingibjörgu Böðvarsdóttur lyfjafræðingi, að ljúka stúdentsprófi af stærðfræðibraut. Halldóra lagði stund á arkitektúr við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi undir handleiðslu prófessors Gunnars Asplunds og lauk þaðan prófi 1940, fyrsti íslenski kvenarkitektinn. Halldóra hóf störf sem arkitekt hjá Kooperativa forbundet, sænsku samvinnuhreyfingunni, 1941 og starfaði þar til 1943. Ári síðar hóf Halldóra rekstur einkastofu sem hún starfrækti til 1945 er hún réð sig til HSB, Hyresgästernas bosteder, þar sem hún vann um tveggja ára skeið, m.a. við hönnun á íbúðarhúsum.
Árið 1949 hóf hún störf hjá Svenska riksbyggen og hannaði þar m.a. fjölbýlishús, dagheimili og félagsheimili en síðar gegndi hún starfi sérfræðings innan stofnunarinnar í litasetningu og efnisvali utan húss og innan. Hún var ráðin til húsameistara sænska ríkisins, Byggnadsstyrelsen, árið 1960 og vann þar að skólabyggingum í fjögur ár, en frá 1964 gegndi Halldóra stöðu deildarstjóra hjá CBS, Centrala sjukvärdsberedningen. Þar veitti hún ráð og leiðbeiningar varðandi barnaheimili, dvalarheimili fyrir aldraða og smærri sjúkrahús.

Halldóra fékkst við lisköpun meðfram störfum sínum, s.s. tónsmíðar og ljóðagerð auk þess að koma sér upp miklu safni glerminja og halda ættfræðifróðleik til haga. Rödd Halldóru hljómaði sem ungfrú Klukka frá 1937 til 1963 hjá talklukku íslenska símans.

Halldóra giftist Jan Ek, lækni, árið 1941 og bjó alla tíð í Svíþjóð og lengst af í Stokkhólmi þar sem hún var heiðursfélagi Íslendingafélagsins. Jan Ek lést árið 1963. Þau eignuðust fimm börn.

Staðir

Hrafnagil í Eyjafirði. Reykjavík. Stokkhólmur.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen (1850-1940)

Identifier of the related entity

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valgerður Lárusdóttir Briem (f. 1885) (1885-1924)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Skráningardagsetning

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt í ágúst 2015

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Morgunblaðið, 23. nóvember 1993.
Sjá ennfremur ævisögu Halldóru, Saga Halldóru Briem: Kveðja frá annarri strönd, sem Steinunn Jóhannesdóttir skráði og út kom 1994.

Athugasemdir um breytingar