Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Halldór Kiljan Laxness

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Kiljan Laxness

Parallel form(s) of name

  • Halldór Guðjónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

F. 23.04.1902 - d. 08.02.1998

History

Halldór Guðjónsson fæddist 23. apríl 1902 við Laugaveg í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðjón Helgi Helgason, síðar bóndi að Laxnesi í Mosfellssveit, og Sigríður Halldórsdóttir.
Halldór lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1918 en hætti námi í 4. bekk árið eftir. Hann var við nám hjá frönskum Benediktsmunkum í Clervaux í Lúxemborg 1922 og í Kristmunkaskóla í Lundúnum 1923-24.
Fyrstu bók sína, Barn náttúrunnar, samdi hann undir nafninu Halldór frá Laxnesi og kenndi sig ávallt síðan við uppeldisstað sinn. Eftir dvölina hjá munkum bætti hann við heitinu Kiljan.
Verk Halldórs Laxness hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í flestum álfum heimsins. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir skáldsögum hans og leikrit byggð á þeim sett á svið.
Auk ritstarfa hafði Halldór talsverð afskipti af menningarmálum og stjórnmálum og skrifaði mikið um þau efni í blöð og tímarit.
Hann ferðaðist víða og dvalist langdvölum erlendis, t. d. á Ítalíu, í Lúxemborg, Þýskalandi, Sovétríkjunum, Danmörku og Bandaríkjunum. Síðan 1945 átti hann fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellsveit.
Halldór var í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags 1944 til 1967. Hann var forseti Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (MÍR) 1950 til 1968. Í Þjóðleikhúsráði sat hann frá 1948 til 1968. Um skeið var hann einn þriggja varaforseta Samfélags evrópskra rithöfunda. Árið 1955 fékk Halldór Laxness bókmenntaverðlaun Nóbels. Tveimur árum seinna var hann sæmdur stórkrossum hinnar íslensku fálkaorðu og sænsku Norðstjörnuorðunnar. Árið 1963 hlaut hann stórriddarakross frönsku orðunnar Ordre des Arts et des Lettres og 1969 Sonning-verðlaunin.
Hann kvæntist 1930 Ingibjörgu Einarsdóttur en þau skildu tíu árum síðar. Sonur þeirra er Einar Laxness. Kona Halldórs frá 1945 er Auður Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Sigríður og Guðný. Dóttir Halldórs og Málfríðar Jónsdóttur er María.
Halldór Laxness lést 8. febrúar 1998.

RITASKRÁ 1919-2000

1919 Barn náttúrunnar. (Rv., á kostnað höfundarins). Skáldsaga.
1923 Nokkrar sögur. (Rv., Ísafoldarprentsmiðja). Smásögur.
1924 Undir Helgahnúk. (Rv., Bókaverslun Ársæls Árnasonar). Skáldsaga.
1925 Kaþólsk viðhorf. (Rv., Bókaverslun Ársæls Árnasonar). Ritgerð.
1927 Vefarinn mikli frá Kasmír. (Rv., höfundur). Skáldsaga.
1929 Alþýðubókin. (Rv., Jafnaðarmannafélag Íslands). Greinar.
1930 Kvæðakver. (Rv., Prentsmiðjan Acta). Ljóð.
1931-32 Salka Valka. (Rv., Bókadeild Menningarsjóðs). Skáldsaga.
1933 Fótatak manna. (Ak., Þorsteinn M. Jónsson). Smásögur.
1933 Í Austurvegi. (Rv., Sovétvinafélag Íslands). Ferðasaga.
1934 Straumrof. (Rv., Bókaútgáfan Heimskringla). Leikrit.
1934-35 Sjálfstætt fólk. (Rv., E.P. Briem). Skáldsaga.
1935 Þórður gamli halti. (Rv., Sérprentun úr Rétti). Smásaga.
1937 Dagleið á fjöllum. (Rv., Bókaútgáfan Heimskringla). Greinar.
1937-40 Heimsljós. (Rv., Bókaútgáfa Heimskringlu). Skáldsaga.
1938 Gerska æfintýrið. (Rv., Bókaútgáfa Heimskringlu). Ferðasaga.
1942 Vettvangur dagsins. (Rv., Heimskringla). Greinar.
1942 Sjö töframenn. (Rv., Heimskringla). Smásögur.
1943-46 Íslandsklukkan. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1946 Sjálfsagðir hlutir. (Rv., Helgafell). Greinar.
1948 Atómstöðin. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1950 Reisubókarkorn. (Rv., Helgafell). Greinar.
1950 Snæfríður Íslandssól. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1952 Gerpla. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1952 Heiman eg fór. (Rv., Helgafell). Skáldsaga/minningasaga.
1954 Silfurtúnglið. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1954 Þættir. (Rv., Helgafell). Smásögur.
1955 Dagur í senn. (Rv., Helgafell). Greinar.
1956 Smásögur. (Rv., Bókaútgáfa Menningarsjóðs). Smásögur.
1957 Brekkukotsannáll. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1959 Gjörníngabók. (Rv., Helgafell). Greinar.
1960 Paradísarheimt. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1961 Strompleikurinn. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1962 Prjónastofan Sólin. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1963 Skáldatími. (Rv., Helgafell). Greinar.
1964 Sjöstafakverið. (Rv., Helgafell). Smásögur.
1965 Upphaf mannúðarstefnu. (Rv., Helgafell). Greinar.
1966 Dúfnaveislan. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1967 Íslendíngaspjall. (Rv., Helgafell). Greinar.
1968 Kristnihald undir Jökli. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1969 Vínlandspúnktar. (Rv., Helgafell). Greinar.
1970 Innansveitarkronika. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1970 Úa. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1971 Yfirskygðir staðir. (Rv., Helgafell). Greinar.
1972 Af skáldum. (Rv., Bókaútgáfa menningarsjóðs). Greinar.
1972 Guðsgjafaþula. (Rv., Helgafell). Skáldsaga.
1972 Norðanstúlkan. (Rv., Helgafell). Leikrit.
1974 Þjóðhátíðarrolla. (Rv., Helgafell). Greinar.
1975 Syrpa úr verkum Halldórs Laxness. (Rv., Ríkisútgáfa námsbóka).
1975 Í túninu heima. (Rv., Helgafell). Minningasaga I.
1976 Úngur eg var. (Rv., Helgafell). Minningasaga III.
1977 Seiseijú, mikil ósköp. (Rv., Helgafell). Greinar.
1978 Sjömeistarasagan. (Rv., Helgafell). Minningasaga II.
1980 Grikklandsárið. (Rv., Helgafell). Minningasaga IV.
1981 Við heygarðshornið. (Rv., Helgafell). Greinar.
1982 Bráðum kemur betri tíð. (Rv., Helgafell). Ljóð.
1984 Og árin líða. (Rv., Helgafell). Greinar.
1986 Af menníngarástandi. (Rv., Vaka-Helgafell). Greinar.
1987 Dagar hjá múnkum. (Rv., Vaka-Helgafell). Minningabók.
1987 Sagan af brauðinu dýra. (Rv., Vaka-Helgafell). Smásaga.
1992 Jón í Brauðhúsum. (Rv., Vaka-Helgafell). Smásaga.
1992 Skáldsnilld Laxness. (Rv., Vaka-Helgafell).
1996 Fugl á garðstaurnum og fleiri smásögur. (Rv., Vaka-Helgafell). Smásögur.
1997 Únglíngurinn í skóginum. (Rv., Vaka-Helgafell). Ljóð.
1998 Perlur í skáldskap Laxness. (Rv., Vaka-Helgafell).
1999 Úngfrúin góða og Húsið. (Rv., Vaka-Helgafell). Smásaga.
2000 Smásögur. (Rv., Vaka-Helgafell). Smásögur.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Rithöfundur

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Auður Sveinsdóttir Laxness (F. 30.07.1918 - d. 28.10.2012)

Identifier of the related entity

IS

Category of the relationship

family

Dates of the relationship

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Einarsdóttir (F. 03.05.1908 - d. 22.01.1994)

Identifier of the related entity

IS

Category of the relationship

family

Dates of the relationship

Description of relationship

Control area

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráð 07.11.2013

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

JKÁ skráði