Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Guðmundur Þ. Jónsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Guðmundur Þ. Jónsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 25.12.1939

Saga

Menntun: Fullnaðarpróf frá Finnbogastaðaskóla 1953. Nám í verkalýðsmálaskóla í Moskvu 1963-1965.

Starfsferill: Ýmis störf til sjós og lands 1953-1960. Iðnverkamaður hjá sápugerðinni Frigg 1960-1963 og sælgætisgerðinni Opal 1966-1973. Umsjónarmaður með byggingu orlofsheimila 1973. Starfsmaður Landssambands iðnverkafólks 1973-2000. Starfsmaður Iðju, félags verksmiðjufólks, 1974-1999. Starfsmaður Eflingar, stéttarfélags, frá 2000.

Önnur störf: Í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur 1966-1968. Varamaður í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, 1966-1968. Í stjórn Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur, miðstjórn Alþýðubandalagsins, verkalýðsmálaráði þess og stjórn við og við 1968-2000. Í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks, 1967-2000, varaformaður 1970-1986, formaður 1986-2000. Í samninganefnd félagsins 1996-2000. Í stjórn Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks 1970-1986, formaður við og við á þessu tímabili. Í stjórn Landssambands iðnverkafólks 1973-2000, formaður 1978-2000. Í stjórn Eflingar, stéttarfélags, frá 1999. Í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar frá 1996. Í miðstjórn ASÍ 1976-2000. Fulltrúi á öllum þingum ASÍ frá 1968. Fulltrúi ASÍ í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs frá 1979. Í stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík frá 1990, formaður frá 1992. Í stjórn Iðnrekstrarsjóðs 1980-1984. Í verkefnisráði íslenskrar iðnkynningar 1976-1977. Í samstarfsnefnd um iðnþróun 1978. Í stjórn Iðntæknistofnunar frá 1993. Varamaður í stjórn Vinnueftirlits ríkisins um árabil. Í sambandsstjórn Sambands almennra lífeyrissjóða 1987-1998. Í bankaráði Alþýðubankans 1987-1989. Í stjórn Eignarhaldsfélags Alþýðubankans hf. 1989-1992 og frá 2000, varamaður 1993-1999. Í stjórn Nordiska industriarbetarefederationen frá 1999. Í stjórn Starfsgreinasambands Íslands frá 2000. Í stjórn umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls frá 2000. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978-1986. Í atvinnumálanefnd Reykjavíkur 1979-1986, formaður 1979-1982. Í stjórn Byggingasjóðs Reykjavíkur 1980-1982. Í hafnarstjórn 1982-1986. Í stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík 1982-1986, varamaður 1981-1982 og 1986-1990. Varamaður í útgerðarráði, framkvæmdaráði og veiði- og fiskimálaráði 1978-1982. Varaþingmaður 1991-1995, sat á þingi 1992.

Ritstörf: Ritstjóri Iðju, félagsblaðs verksmiðjufólks, 1981-1999. Hefur skrifað greinar í blöð og tímarit.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Annar varaformaður Eflingar, stéttarfélags, og fyrrv. formaður Iðju, félags verksmiðjufólks.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Samtíðarmenn 2003

Athugasemdir um breytingar