Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Gerður Guðrún Óskarsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Gerður Guðrún Óskarsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 05.09.1943

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1963. Kennarapróf frá KÍ 1964. Nám í landafræði og þýsku við Háskólann í Zürich í Sviss 1965-1966. BA-próf í landafræði og þýsku frá HÍ 1969. Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ 1971. M.Ed.-próf frá Boston-háskóla í Massachusetts, Bandaríkjunum 1981 og Certificate of Advanced Graduate Study frá sama skóla 1982. Doktorspróf (Ph.D.) í menntunarfræðum frá Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum 1994. Fjöldi námskeiða hérlendis og erlendis á sviði skólamála og stjórnunar.

Starfsferill: Kennari við Vogaskóla í Reykjavík 1964-1965, Kópavogsskóla 1966-1972 og Gagnfræðaskóla Garðahrepps 1972-1974. Skólastjóri Gagnfræðaskólans í Neskaupstað 1974-1981 og skólameistari Framhaldsskólans í Neskaupstað 1981-1983. Æfingastjóri í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ 1983-1987, námsráðgjafi við HÍ og Réttarholtsskóla 1983-1984 og kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ 1987-1996. Ráðunautur menntamálaráðherra um uppeldis- og skólamál 1988-1991. Fræðslustjóri Reykjavíkur frá 1996. Kennari á fjölda námskeiða fyrir kennara.

Önnur störf: Formaður Kennarafélags barnaskóla Kópavogs 1969-1970 og Kennarasambands Kópavogs og Kjósarsýslu 1971-1972. Fulltrúi á kennaraþingum Sambands íslenskra barnakennara og Landssambands framhaldsskólakennara og á þingum BSRB 1969-1980. Í framkvæmdanefnd skólamálaráðs Kennarasambands Íslands 1982-1984 og í samstarfsnefnd skólamálaráðs KÍ og KHÍ 1982-1984. Gjaldkeri í stjórn Félags íslenskra námsráðgjafa 1986-1987 og ritstjóri Námsráðgjafans 1987-1988. Í landssambandsstjórn Delta Kappa Gamma 1987-1989 og í stjórn Gamma-deildar 1987-1991. Í miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar 1970-1972 og miðstjórn Alþýðubandalagsins 1973-1974 og 1978-1979. Í stjórn Alþýðubandalagsfélags Neskaupstaðar 1975-1977 og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi 1976-1978. Í barnaverndarnefnd Kópavogs 1970-1974. Fulltrúi kennara í fræðsluráði Austurlands 1975-1983. Formaður jafnréttisnefndar Neskaupstaðar 1976-1983, í félagsmálaráði 1979-1982 og formaður tómstundaráðs 1982-1983. Í skólanefnd Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1979-1983. Formaður stjórnunarnefndar framhaldsnáms á Austurlandi 1982-1983. Í stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi 1989-1991. Í stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands Íslands 1990-1991. Í skólanefnd Samvinnuháskólans á Bifröst 1990-1991. Formaður nefnda og starfshópa á vegum menntamálaráðuneytis um innra starf framhaldsskóla, umbætur í iðnmenntun, endurskoðun grunnskólalaga, framkvæmdaáætlun í skólamálum til ársins 2000 og um átak í námsráðgjöf og starfsfræðslu 1989-1991. Einnig í starfshópi um jafna stöðu kynja í skólum, samstarfsnefnd um aðalnámskrá grunnskóla, nefnd til að semja frumvarp til laga um leikskóla og nefnd til undirbúnings námi í námsráðgjöf við HÍ. Formaður áhugahóps um varðveislu og framgang Kvennasögusafns Íslands 1988-1995. Í úthlutunarnefnd Þróunarsjóðs grunnskóla 1992. Í stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ 1992-1996. Í matsnefndum um námsbrautir á háskólastigi 1995 og 1996. Í nefnd um símenntun 1998.

Ritstörf: Upp úr hjólförunum - Um jafna stöðu kynja í skólum (ásamt Elínu G. Ólafsdóttur og Sigríði Jónsdóttur), 1990. Námsráðgjöf og starfsfræðsla í fimm nágrannalöndum og samanburður við Ísland, 1990. Skólar á Íslandi, 1990. Skolevæsenet i Island, 1991. Education in Iceland, 1991. Höfundur fimm námsbóka og bæklinga um náms- og starfsval. The Forgotten Half. Comparison of Dropouts and Graduates in Their Early Work Experience. The Icelandic Case, 1995. Frá skóla til atvinnulífs, rannsóknir á tengslum menntunar og starfs, 2000. Ritstjóri bókanna Starfslýsingar I, 1990, II, 1996 og III, 2001. Höfundur fjölda greina í blöðum og tímaritum, einkum um menntamál, auk fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum innan lands og utan.

Viðurkenning: Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1999.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Menntunarfræðingur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði