Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Elínborg Lárusdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Elínborg Lárusdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 12.11.1891 - d. 05.11.1976

Saga

Elínborg Lárusdóttir rithöfundur fæddist á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 12.11. 1891. Hún var dóttir Lárusar Þorsteinssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Bjarnadóttur. Elínborg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, Hússtjórnarskólann á Akureyri og Kennaraskólann. Hún giftist Ingimar Jónssyni sem var prestur að Mosfelli í Grímsnesi 1922-28 og síðan skólastjóri Ungmennaskóla Reykjavíkur frá stofnun 1928 en sá skóli nefndist Gagnfræðaskóli Reykjavíkur frá 1930 og Gagnfræðaskóli Austurbæjar frá 1949.

Elínborg var afkastamikill og afar vinsæll rithöfundur á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Hún samdi jöfnum höndum skáldsógur, smásögur, ævisögur og þætti. Á síðari hluta ritferils síns skrifaði hún töluvert um dulræn fyrirbrigði, m.a. tvær bækur um Hafstein Björnsson, langþekktasta og umsvifamesta miðil landsins á þeim árum, en hann hélt miðilsfundi um allt land, yfirleitt fyrir fullu húsi um áratuga skeið.

Ritverk Elínborgar voru ekki í hávegum höfð hjá menningarvitum og bókmenntafræðingum þjóðarinnar. Þeir annað hvort þögðu um þennan vinsæla höfund eða gerðu góðlátlegt grín að skrifum hennar. Það átti hún reyndar sammerkt með ýmsum öðrum kvenrithöfundum um og fyrir miðja síðustu öld. Lítið hefur því verið fjallað um verk hennar af fræðimönnum.

Meðal ritverka hennar eru Sögur, 1935; Anna frá Heiðarkoti, 1936; Gróður, 1937; Förumenn, 1939-1940; Frá liðnum árum, 1941; Strandarkirkja, 1943; Úr dagbók miðilsins, 1944; Hvíta höllin, 1944; Símon í Norðurhlíð, 1945; Miðillinn Hafsteinn Bjömsson, 1946; Gömul blöð, 1947; Steingerður, 1947; Tvennir tímar, 1949; Í faðmi sveitanna, 1950; Miðillinn Hafsteinn Bjömsson, II. 1952; Merkar konur, 1954; Forspár og fyrirbæri, 1957; Leikur örlaganna, 1958, og Horfnar kynslóðir.

Elínborg lést 5.11. 1973.

Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1443739/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Rithöfundur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 19.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði