Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0042 NF - Einar Hjörleifsson Kvaran: Einkaskjalasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0042 NF

Titill

Einar Hjörleifsson Kvaran: Einkaskjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1880 - 1938 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

53 öskjur.

Nafn skjalamyndara

Einar H. Kvaran (6. desember 1859 - 21. mars 1938)

Lífshlaup og æviatriði

Rithöfundur, skáld, ritstjóri. Stúdent 1881, háskólanám í Kaupmannahöfn 1881–5. Búsettur í Winnipeg 1885–1895, þar var hann ritstjóri Heimskringlu um hríð, en 1888–95 Lögbergs. Meðritstjóri Ísafoldar 1895–1901, ritstjóri Norðurlands á Akureyri 1901–4, Fjallkonunnar 1904–6, ritstjóri Skírnis 1893–1902 og 1908–9, Sunnanfara 1900–1, Iðunnar (með öðrum) 1915–16, Morguns frá upphafi þess tímarits til æviloka. Sinnti bindindismálum og sálarrannsóknum. Var forystumaður á þeim vettvangi og formaður Sálarrannsóknarfélags Íslands er það var stofnað. Hlaut ritstyrk frá Alþingi. Einar kvæntist Mathilde Petersen árið 1885. Börn þeirra komust ekki upp. Árið 1888 kvæntist Einar Gíslínu Gísladóttur frá Reykjakoti í Mosfellssveit. Börn þeirra sem upp komust: Matthildur átti fyrr Ara sýslumann Arnalds, síðar Magnús stórkaupmann Matthíasson, Einar bankabókari í Rv., séra Ragnar landkynnir, Gunnar stórkaupmaður í Reykjavík. Einar H. Kvaran var uppi á miklu breytingarskeiði í íslensku þjóðlífi. Saga hans er samofin þessum breytingum, svo sem Vesturheimsferðunum undir lok 19. aldar og sjálfstæðisbaráttu og stjórnmálaþróun í upphafi 20. aldarinnar. Sjá Íslenzkar æviskrár I, bls. 371–372.

Um aðföng eða flutning á safn

Umfang og innihald

Skjalasafnið hefur að geyma bréf, handrit af ýmsu tagi og persónuleg gögn. Bréfasafn Einars H. Kvaran ásamt skilríkjum hans, handritum af ljóðum og ræðum og öðrum gögnum. Í bréfasafninu eru heimildir af fjölbreytilegu tagi. Bréf frá samferðamönnum Einars í Vesturheimi þar sem hann bjó um skeið. Persónuleg bréf frá bróður Einars, Sigurði Hjörleifssyni og föður hans, séra Hjörleifi Einarssyni. Einnig mikið efni um dulræn málefni.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Ekki er von á frekari viðbótum.

Skipulag röðunar

Safninu er skipt í eftirfarandi efnisflokka:

A. Bréfaskipti
AA. Bréf til Einars Hjörleifssonar Kvaran
AB. Bréf frá Einari Hjörleifssyni Kvaran
AC. Óþekktir bréfritarar
AD. Stofnanir og fyrirtæki
AE. Kveðjur, póstkort og orðsendingar
B. Ritstörf
BA. Ritstörf
BB.Ljóð
BBA. Kvæði Einars H. Kvaran
BBB. Kvæði annarra
BC. Greinar, ritgerðir, ræður og erindi
BD. Ritstjórn
C. Dulræn málefni
CA. Draumalýsingar og frásagnir af dulrænni reynslu
CB. Miðilsfundir
CC. Sýnir
CD. Erindi, bænir og prédikanir
CE. Ýmislegt. Andleg málefni, spíritismi, Sálarrannsóknarfélag o.fl.
CG. Ýmislegt efni um andleg málefni. Í brotum. Í einni öskju
D. Stjórnmálaþátttaka
E. Bankamál
F. Félagsstörf
G. Persónuleg gögn
GA. Skilríki
GB. Reikningar og bókhaldsgögn
GC. Önnur persónuleg gögn
H. Gögn annarra
HA. Til Gíslínu Gíslasdóttur Kvaran
HB. Frá Gíslínu Gísladóttur Kvaran
HC. Til Sigurðar H. Kvaran
HD. Frá Sigurði H. Kvaran
HE. Bréf frá ýmsum til annarra
HF. Gögn annarra
I. Ýmislegt
IA. Blöð og blaðaúrklippur
IB. Ósamstæður tíningur og sundurlaus blöð
IC. Prentað efni

Bréfriturum er raðað í stafrófsröð og bréfum þeirra í aldursröð. Í þessu bréfasafni er að finna
upplýsingar um fjölbreytileg málefni þjóðlífsins og einnig persónuleg bréf. Margir þekktir
bréfritarar eiga bréf í safninu, t.d. Matthías Jochumsson, Valtýr Guðmundsson, Hannes
Hafstein, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum og Einar Benediktsson.

Listi yfir öskjur:

Askja 1: AA. Bréf til Einars: A–Á
Askja 2: AA. Bréf til Einars: B–Bj
Askja 3: AA. Bréf til Einars: Bl–Bö
Askja 4: AA. Bréf til Einars: C–E
Askja 5: AA. Bréf til Einars: F
Askja 6: AA. Bréf til Einars: G
Askja 7: AA. Bréf til Einars: Ha–Hjo
Askja 8: AA. Bréf til Einars: Hjö–Hö
Askja 9: AA. Bréf til Einars: I
Askja 10: AA. Bréf til Einars: J–Jón
Askja 11: AA. Bréf til Einars: Jónas–Jø
Askja 12: AA. Bréf til Einars: K
Askja 13: AA. Bréf til Einars: L–N
Askja 14: AA. Bréf til Einars: O
Askja 15: AA. Bréf til Einars: P
Askja 16: AA. Bréf til Einars: R
Askja 17: AA. Bréf til Einars: S.–Sigurður H.
Askja 18: AA. Bréf til Einars: Sigurður J.–St
Askja 19: AA. Bréf til Einars: Sv–V
Askja 20: AA. Bréf til Einars: W–Ø
Askja 21: AB. Bréf frá Einari
Askja 22: AC. Óþekktir bréfritarar
Askja 23: AD. Stofnanir og fyrirtæki
Askja 24: AE. Kveðjur, póstkort og orðsendingar
Askja 25: BA. Ritstörf
Askja 26: BBA. Kvæði Einars H. Kvaran
Askja 27: BBB. Kvæði annarra
Askja 28: BC. Greinar, ritgerðir, ræður og erindi
Askja 29: BD. Ritstjórn
Askja 30: CA. Draumalýsingar og frásagnir af dulrænni reynslu
Askja 31: CB. Miðilsfundir
Askja 32: CC. Sýnir
Askja 33: CD. Erindi, bænir og predikanir
Askja 34: CE. Ýmislegt
Askja 35: CE. Ýmislegt efni um andleg málefni
Askja 36: D. Félagsstörf
Askja 37: E. Stjórnmálaþátttaka
Askja 38: F. Bankamál
Askja 39: GA. Skilríki
Askja 40: GB. Reikningar og bókhaldsgögn
Askja 41: GC. Önnur persónuleg gögn
Askja 42: HA. Til Gíslínu Gísladóttur Kvaran
Askja 43: HB. Frá Gíslínu Gísladóttur Kvaran
Askja 44: HC. Til Sigurðar H. Kvaran: A–E
Askja 45: HC. Til Sigurðar H. Kvaran: G–Ø
Askja 46: HD. Frá Sigurði H. Kvaran
Askja 47: HE. Bréf frá ýmsum til annarra
Askja 48: HF. Gögn annarra: C–K
Askja 49: HF. Gögn annarra: M–Æ
Askja 50: IA. Blöð og blaðaúrklippur
Askja 51: IB. Ósamstæður tíningur og sundurlaus blöð
Askja 52: IC. Prentað efni
Ómerkt askja: Umslög

Skilyrði er ráða aðgengi

Aðgengi er ótakmarkað.

Skilyrði er ráða endurgerð

Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • danska
  • enska
  • íslenska
  • norska
  • sænska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Í handritasafni Landsbókasafn eru önnur gögn tengd Einari:
1. Lbs. 305 fol. IV. 1 bréf frá séra Matthíasi Jochumssyni til Einars H. Kvaran.
2. Lbs. 1316, 4to. Kvæðasafn á lausum blöðum eftir ýmsa, ... Einar Hjörleifsson.
3. Lbs. 1484, 4to. Einar skáld Hjörleifsson (1).
4. Lbs. 1867–1869, 8vo. Einar Hjörleifsson (nafngreindur kvæðahöfundur.)
5. Lbs. 1870–1884, 8vo. Kvæðasafn. 15 bindi, m.h. Halldórs Jónssonar í Miðdalsgröf. Einar Hjörleifsson Kvaran (4).
6. Lbs. 2125–2134, 4to. Safn af ljóðmælum ýmislegs efni. Einar ritstjóri Hjörleifsson (6).
7. Lbs. 2606, 4to. Skáldsagnaþýðingar Valtýs Guðmundssonar á ísl. og dönsku, þ. á m. „Rannveigs Historier“ eftir Einar H. Kvaran o. fl. sögur eftir hann.
8. Lbs. 3165, 8vo. Kvæða- og vísnasafn á lausum blöðum. (Einar H. Kvaran rith.)
9. Lbs. 635, fol. Miðilsbréf frá séra Haraldi Níelssyni prófessor til Einars H. Kvarans.
10. Lbs. 3690, 4to. Dr. Valtýr Guðmundsson prófessor. Ýmis gögn og tíningur úr búi hans. 4) Bréf Valtýs til nóbelsverðlaunanefndar Svenska Akademiens 1923 og 1924, þar sem hann gerir það að tillögu sinni, að Einari H. Kvaran verði veitt nóbelsverðlaun. Bréfunum fylgir skrá um rit Einars og eftirrit af dómum um þau.
11. Lbs. 3901, 4to. Árni Sigurðsson leikari í Winnipeg. „Ofurefli. Leikrit í fimm þáttum úr samnefndri sögu E. H. Kvaran.“ (Sbr. Lögberg 18. apríl 1940).
12. Lbs. 4388–4390, 4to. Séra Jón Bjarnason í Winnipeg. Bréfasafn. Einar H. Kvaran er einn bréfritara í Lbs. 4388.
13. Lbs. 4723, 4to. Séra Haraldur Níelsson prófessor. Kópíubók. Einar H. Kvaran (viðtakandi bréfs/bréfa).
14. Lbs. 4786–4788, 4to. Jón Krabbe skrifstofustjóri í Kaupmannahöfn. Bréfasafn. Eitt bréf frá Einari H. Kvaran (Lbs. 4786).
15. Lbs. 4910–4916, 4to. Kristinn Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði. Bréfasafn. Eitt bréf frá Einari H. Kvaran. (Lbs. 4911).
16. Lbs. 4183, 8vo. Póesíbók Laufeyjar Valdimarsdóttur ritstjóra í Reykjavík. Einar H. Kvaran skrifar smáskrýtlu í bókina.

Gögn sem tengjast Sigurði H. Kvaran lækni:
1. Lbs. 4537–4543, 4to. Jón Jónsson alþingismaður frá Múla. Bréfasafn. Tvö bréf frá Sigurði Hjörleifssyni á Grenivík.
2. Lbs. 4941–4960, 4to. Steingrímur Jónsson frá Gautlöndum, sýslumaður á Húsavík og Akureyri. Bréfasafn. Bréfritari: Sigurður H. Kvaran læknir í Höfðahverfi og á Akureyri (9).
3. Lbs. 4789–4791, 4to. Hannes Hafstein ráðherra. Bréfasafn. Eitt bréf frá Sigurði H. Kvaran (Lbs. 4791).
4. Lbs. 1621 a, 4to. Eitt bréf frá Sigurði Hjörleifssyni til síra Davíðs Guðmunssonar.
5. Lbs. 1623, 4to. „Átta rímur af Iason Biarta. Quednar af Ióni Þorsteinssyni.“ – keypt 1912 af Sigurði Hjörleifssyni.

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Margrét Gunnarsdóttir nóv.-des. 2010.
Halldóra Kristinsdóttir skráði rafrænt í júní 2016.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Búið var að flokka nokkur bréf þegar safnið var afhent Landsbókasafni í desember 2009. Guðrún Eggertsdóttir undirbjó safnið fyrir flokkun í september 2010, en Margrét Gunnarsdóttir fullskráði það í október–desember 2010. Engin sérstök röð var á efni bréfa- og handritasafnsins er það kom í handritasafn. Ákveðið var að flokka bréf til Einars sérstaklega og þar sem mikið af handritum tengdust spíritisma var það viðfangsefni flokkað í nokkra undirflokka.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir