Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Björn Tryggvason

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Björn Tryggvason

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

13.05.1924 - 23.10.2004

Saga

Björn varð cand. juris frá Háskóla Íslands 1951. Hann starfaði sem lögfræðingur í Landsbanka Íslands frá 1951-1957. Hann var varafulltrúi Norðurlandanna í bankastjórn Alþjóðabankans 1957-1958 og jafnframt viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Washington. Frá 1958-1967 gegndi hann stöðu skrifstofustjóra í Landsbankanum og síðar Seðlabankanum. Hann var starfsmannastjóri Seðlabankans 1964-1977. Hann var skipaður aðstoðarbankastjóri Seðlabankans 1967 og gegndi því starfi til 1994, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var ritari bankaráðs bankans frá stofnun hans 1961 og þar til hann lét af störfum. Hann var formaður samvinnunefndar banka og sparisjóða frá 1961, sat lengi í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans, í samninganefnd bankanna, í samstarfsnefnd um gjaldeyrismál og í skólanefnd bankamannaskólans. Hann tók um árabil þátt í nefndum um viðskipti Íslands við Austur-Evrópu og Nígeríu. Hann starfaði ötullega að ýmsum hagsmunamálum starfsmanna bankans, m.a. uppbyggingu á orlofshúsum fyrir starfsmenn.

Björn vann öflugt starf í þágu Rauða kross Íslands. Hann var formaður Rauða krossins 1971-1977 og í stjórn Hjálpartækjabankans 1977-1990. Um fjögurra ára skeið helgaði hann málefnum Vestmannaeyinga starfskrafta sína frá því að eldgosið hófst þar 23. janúar 1973.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/826923/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lögfræðingur Landsbanka Íslands 1951-57 og aðstoðarbankastjóri fyrir Norðurlönd í Alþjóðabankanum 1957-58.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar