Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Benjamín H. J. Eiríksson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Benjamín H. J. Eiríksson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

19.10.1910 - 23.7.2000

Saga

Benjamín H.J. Eiríksson fæddist í Hafnarfirði 19. október 1910. Foreldrar hans voru Eiríkur Jónsson sjómaður, f. 1856, d. 1922, og kona hans, Sólveig Guðfinna Benjamínsdóttir, f. 1867, d. 1949. Með Elviru Hertzsch, háskólanema í Moskvu, f. 1907 í Meissen, Þýskalandi, d. 14. mars 1943 í vinnubúðum í Karaganda, Kazakhstan, átti Benjamín dótturina Sólveigu Erlu, f. 1937 í Moskvu; afdrif hennar eru ókunn. – Benjamín kvæntist hinn 25. desember 1942 Kristbjörgu Einarsdóttur, f. 13. desember 1914 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Einar Hans Sigurðsson, klæðskeri, f. 4. nóvember 1882, d. 10. desember 1961, og Þórunn Jónsdóttir, f. 29. september 1888, d. 20. desember 1973. – Börn Kristbjargar og Benjamíns eru: 1) Þórunn, kennari, f. 1945, gift Magnúsi K. Sigurjónssyni; þeirra börn: Kristbjörg, f. 1969, gift Þorsteini Jóhannssyni, barn: Hrannar Páll, f. 1995; Árni, f. 1974, Sigríður, f. 1987. 2) Eiríkur, læknir, f. 1946, ókvæntur; dóttir hans: Árný Margrét, f. 1968. 3) Einar Haukur, framkvæmdastjóri, f. 1948, kvæntur Erlu M. Indriðadóttur; þeirra börn: Birgir, f. 1968, í sambúð með Sigrúnu Daníelsdóttur, barn: Silja Sóley, f. 2000; Bryndís, f. 1975, gift Erik Davidek; Bjarki, f. 1982. 4) Sólveig, læknir, f. 1952, gift Árna Páli Jóhannssyni; þeirra börn: Sigurður Páll, f. 1975, Þorkell Ólafur, f. 1983, Benjamín, f. 1985. 5) Guðbjörg Erla, ráðgjafi, f. 1958, gift Gunnari Á. Harðarsyni; þeirra börn: Sigríður Vala, f. 1980, Katrín, f. 1986, Sólveig María, f. 1998. – Benjamín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932, stundaði nám í Berlín, Stokkhólmi, Uppsölum og Moskvu 1932-1938 og lauk fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla í hagfræði, tölfræði og slavneskum málum og bókmenntum 1938, lagði stund á MA-nám í hagfræði og stjórnmálafræði í Minneapolis í Bandaríkjunum 1942-1944 og tók doktorspróf í hagfræði við Harvard-háskóla 1946; leiðbeinandi hans var Joseph A. Schumpeter, prófessor. – Benjamín stundaði verkamannavinnu og sjómennsku á unglingsárum, var starfsmaður Landssambands íslenskra stéttarfélaga 1938-1939, túlkur hjá breska setuliðinu 1940, aðstoðarkennari við háskólann í Seattle meðfram námi 1943, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 1946-1951, en í leyfi þaðan 1949 er hann vann að álitsgerð um hagmál fyrir ríkisstjórn Íslands, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951-1953, bankastjóri Framkvæmdabankans 1953-1965 og samdi m.a. við erlendar fjármálastofnanir um lántökur til rafvirkjana, áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju o.fl. framkvæmda. Hann gegndi ýmsum trúnaðar¬störfum, var m.a. formaður bankamálanefndar 1951-1956, húsnæðismálanefndar 1954-1955, nefndar til endurskoðunar laga um Háskóla Íslands og nefndar um Skálholtssöfnun 1965. – Dr. Benjamín skrifaði fjölda greina um þjóðmál, auk ritgerða og bóka, bæði á ensku og íslensku, m.a. Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum (1938), Outline of an Economic Theory (1954), The Concept and Nature of Money (1962), Um Vatnsdælasögu (1964), Ég er (1983), Rit 1938-1965 (1990), Hér og nú (1991), Nýtt og gamalt (1998). Ævisaga hans, Benjamín H.J. Eiríksson í stormum sinna tíða, kom út árið 1996. [www.mbl.is]

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Hagfræðingur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar