Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6. október 1826 - 2. ágúst 1907

Saga

Benedikt var sonur Sveinbjarnar Egilssonar og konu hans, Helgu Gröndal, sem var dóttir Benedikts Gröndals landsyfirréttardómara og skálds. Hann lærði í Bessastaðaskóla og nam síðan náttúrufræði og bókmenntir við Hafnarháskóla. Hann kenndi síðan nokkur ár við Lærða skólann í Reykjavík en hélt svo aftur utan og dvaldi um tíma í Þýskalandi og Belgíu. Eftir það fór hann aftur í Hafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi í norrænum fræðum fyrstur Íslendinga. Hann fluttist síðan aftur til Íslands og dvaldi lengst af í Reykjavík og kenndi þar um nokkurra ára skeið við Lærða skólann. Benedikt var afar fjölhæfur maður. Hann var snilldar teiknari, lagði sig eftir náttúrufræði og tungumálum, var ljóðskáld í rómantískum anda og samdi leikrit og sögur. Hann lést í litlu húsi sem lengi stóð að baki Vesturgötu 16, en þar bjó hann síðustu ár ævi sinnar. Húsið hefur nú verið endurbyggt og flutt að Fischersundi og nefnist Gröndalshús.

Frægasta verk Benedikts er líklega Heljarslóðarorrusta, gamansaga um orrustuna við Solferino 1859 og ýmsa samtímaatburði aðra, erlenda sem innlenda. Söguna skrifaði hann í stíl fornaldarsagna og er fyndni hennar ekki síst fólgin í þeim fáránleika sem skapast af því.

Benedikt Gröndal var einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) og fyrsti formaður þess. Formannstíð hans var 1889-1900. Hann var einnig einn af stofnendum Náttúrugripasafns Íslands og annaðist rekstur þess um árabil.

Kona Benedikts var Ingigerður Tómasdóttir Zoega (d. 1881). Hún var um 20 árum yngri en hann. Saman eignuðust þau þrjár dætur en tvær þeirra dóu á unga aldri.

Staðir

Reykjavík
Þýskaland
Belgía
Kaupmannahöfn

Réttindi

Starfssvið

Skáld og kennari

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

BenGro001

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Elsa Ósk Alfreðsdóttir. Skráð 19.11.2015

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Heimild tekin af: is.wikipedia.org/wiki/Benedikt_Sveinbjarnarson_Gr%C3%B6ndal

Athugasemdir um breytingar