Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Baráttudagur kvenna 8. mars

Auðkenni

Tegund einingar

Corporate body

Leyfileg nafnaform

Baráttudagur kvenna 8. mars

Hliðstæð nafnaform

  • 8. mars

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

  • 8. mars

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1932

Saga

Hér á landi var dagsins sennilega fyrst minnst árið 1932 á fundi Kvennanefndar Kommúnistaflokks Íslands, og síðan árlega eftir það af þeim samtökum og A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðsins). Síðan tók Kvenfélag sósíalista upp þráðinn, en það var stofnað 30. mars 1939. Félagið tengdi saman afmælisdag sinn og 8. mars og minntist dagsins með ýmsum hætti. Á árshátíð Kvenfélags Sósíalistaflokksins 8. mars 1948 flutti t.d. Dýrleif Árnadóttir ræðu um 8. mars og baráttu kvenna gegn stríði og fasisma og Petrína Jakobsdóttir flutti erindi um Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna og baráttu þess gegn stríði og fasisma. Ljóð voru flutt og Guðmunda Elíasdóttir söng við undirleik Fritz Weishappels. Kaffi var drukkið og dans stiginn. Árin 1951 og 1952 gekkst Kvenfélag Sósíalistaflokksins fyrir almennum kvennafundum þann 8. mars þar sem m.a. voru samþykktar ályktanir um að Ísland gengi úr Atlantshafsbandalaginu.

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, MFÍK, voru stofnuð árið 1951 og urðu strax deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna. Þau stóðu fyrir opnum fundi í Stjörnubíó 8. mars 1953 og var fundarefnið kirkjan og friðarmálin. MFÍK hafa síðan minnst dagsins með fundi þar sem ávarp Alþjóðasambandsins hefur verið lesið upp og samþykktar ályktanir í tilefni dagsins. Á þessum fundum hefur fjöldi þjóðkunnra kvenna og karla komið fram og listamenn hafa lagt sitt af mörkum. Þannig flutti Vigdís Finnbogadóttir ræðu um starf hernámsandstæðinga árið 1961 og Þuríður Pálsdóttir söng með aðstoð Jórunnar Viðar á píanó Árið 1966 var haldinn fundur í Lindarbæ og þar flutti Hörður Ágústsson listmálari erindi um þróun íslenskrar byggingalistar frá söguöld til vorra daga og sýndi skuggamyndir.

Baráttan gegn bandarísku herstöðinni og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu var fyrirferðarmikil á dagskrám MFÍK lengi vel, enda samtökin beinlínis stofnuð til að berjast fyrir friði í heiminum. Andófið gegn Víetnamstríðinu setti nokkurn svip á dagskrána á 7. og 8. áratugunum.

Árið 1978 stóðu MFÍK, Rauðsokkahreyfingin og Kvenfélag sósíalista fyrir dagskrá 8. mars sem bar heitið "Kjör verkakvenna fyrr og nú." Þessi dagskrá var síðar tekin saman í fjölritað hefti og selt. Árið 1984 efndu 8 kvennasamtök til sameiginlegrar dagskrár 8. mars með MFÍK auk þess sem Kvennalistakonur efndu til aðgerða fyrir utan matvöruverslun í Austurstræti og vildu borga 2/3 af uppsettu verði matvara sem þær keyptu. Það sögðu þær vera í samræmi við launamun kynjanna í íslensku samfélagi.

Frá árinu 1984 hefur MFÍK staðið fyrir almennum fundi 8. mars í Reykjavík ásamt fjölda annarra samtaka og stéttarfélaga. Fleiri samtök hófu að minnast 8. mars á 10. áratugnum með sérstökum hætti. Samtökin Stígamót voru stofnuð 8. mars 1990. Unifem á Íslandi hefur verið með fundi og á Akureyri hafa samtök minnst dagsins frá árinu 1992.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst við ISAD(G).

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Skráningardagsetning

síðast breytt 2. júní 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar