Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Ásdís Skúladóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Ásdís Skúladóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 30.06.1943

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1964. Kennarapróf frá KÍ 1965. Próf frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968. Próf frá félagsvísindadeild HÍ 1977. Hefur setið fjölmörg námskeið og ráðstefnur heima og erlendis er varða leiklist, leikstjórn, menningarmál, kennslumál, þjóðfélagsmál, málefni eldri borgara o.fl. Einnig fjölmörg námskeið við Endurmenntunarstofnun HÍ og Tómstundaskólann Mími. Söngnám hjá Göggu Lund og Guðmundu Elíasdóttur um skeið.

Starfsferill: Kennari við Melaskóla 1965-1972 og 1980-1982; við Leiklistarskóla ríkisins 1978-1979 og við Kvennaskólann 1983-1985. Leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1968-1997. Starfaði í höfundasmiðju LR 1995-1996. Hefur einnig leikstýrt í Færeyjum, hjá Havnar Sjónleikarfélagi 1982 og 1995 og Sjónleikarfélagi Klakksvikar 1983. Leikstýrði hjá Wasa Teatern í Finnlandi 1998 og 2000. Hefur leikstýrt fjölmörgum sýningum áhugaleikfélaga hérlendis, m.a. hjá Leikfélagi Kópavogs, Leikfélagi Keflavíkur, Leikfélagi Selfoss og Leikfélagi Sauðárkróks, einnig hjá framhaldsskólum s.s. Kvennaskólanum og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hefur haldið námskeið í leiklist og leiklistarsögu hjá áhugaleikfélögum heima og erlendis. Dagskrárgerð og leikstjórn hjá RÚV Rás 1, með hléum, 1968-2002. Stofnaði og leikstýrði ÁS-leikhúsinu 1987; með leikhópnum Smáhópi LR 1988-1989; Nafnlausa leikhópnum 1992; Smellinum 1999 og Nafnlausa hópnum og Smellurum 2002. Hefur sinnt ýmsum störfum fyrir Kópavogsbæ frá 1978, m.a. unnið kannanir og sérverkefni, en einkum unnið við félagsstarf aldraðra. Settur félagsmálastjóri Kópavogs um hríð 1982. Starfsmaður Hana-nú í Kópavogi 1983-2002. Viðurkenningar til starfsemi Hana-nú: Viðurkenning frá Íþróttaráði Kópavogs 1993. Heilsuverðlaun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1996. Viðurkenning frá félagsmálastjóra Kópavogs í tilefni af Smellinum á ári aldraðra 1999. Viðurkenning fyrir Smellinn á ári aldraðra frá framkvæmdanefnd árs aldraðra 1999.

Önnur störf: Í ritstjórn tímaritsins 19. júní 1980-1982. Í stjórn Kennarafélags Melaskóla 1966-1969. Í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1969-1971. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1970-1971. Formaður nefndar til endurskoðunar á reglum um aldursmörk borgarstarfsmanna 1979. Í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1975- 1983, varaformaður 1980-1983. Sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins um skeið. Skipaði 3. sæti á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi í alþingiskosningum 1987. Hefur starfað með og verið í stjórnum ýmissa félaga, s.s. Barnakennarafélags Reykjavíkur, Öldrunarfræðafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands, UNIFEM og Félags leikstjóra á Íslandi. Í stjórn Menningarsjóðs Félags leikstjóra á Íslandi m.a. frá 2000. Í stjórn Félags leikstjóra og fulltrúi FLÍ gagnvart Norðurlöndum frá 2002. Verkefnisstjóri þróunarverkefnisins „Kynslóðir mætast“ á vegum Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu 2000. Situr í afmælisnefnd Félagsþjónustu Kópavogs 2002. Aðstoðarmaður hjá YLE, Finnska sjónvarpinu - stuttmynd um Kópavogsmódelið og Hana-nú, frumsýnd 2002 í Finnlandi. Í stjórn samtakanna Velunnarar Ríkisútvarpsins frá 2002.

Ritstörf: Verðlaun í ritgerðarsamkeppni barna um ljósmyndasýninguna The Family of Man 1957. Til móts við ellina, 1984, gefið út af MFA og heilbrigðismálaráðuneytinu, endurútg. 1988 undir heitinu Árin okkar. Hugmyndir að öldrunarþjónustu í Neskaupstað 1978. Hugmyndir að öldrunarskipulagi í Skagafirði og á Sauðárkróki (ásamt Gylfa Guðjónssyni arkitekt). Efling 6, aðstoð við eldra fólk, RKÍ 1981. Hefur samið og leikstýrt fjölmörgum sögulegum dagskrám til flutnings, m.a. „Undarleg ósköp að vera kona“ flutt í Black Box teater í Ósló á Kvinde Forum 1988, á vegum Bandalags íslenskra kvenna. „Eitt rif úr mannsins síðu annað ekki“ flutt á árshátíð Kvennaskólans í Reykjavík 1985. Kristín og Kjartan, Umferðarráð/fræðsluþættir (handrit og leikstjórn) í Sjónvarpinu 1994. Greinar í blöðum og tímaritum um lífeyrissjóðsmál, félagsmál, uppeldismál o.fl. Skýrsla unnin fyrir Félagsþjónustu Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2001: „Kynslóðir mættust 2000. Hvað svo?“ Erindi og fyrirlestrar um eldra fólk á ráðstefnum og málþingum, m.a. á vegum Félagsvísindadeildar HÍ, í málstofu Odda 2002: „Hana-nú og Kópavogsmódelið“.

Viðurkenningar: Viðurkenning fyrir bestu áhugamannasýningu á Íslandi árið 1980. Viðurkenning IBBY fyrir leikstjórn leikritsins Ferðin á heimsenda LR 1989. Heiðruð af félagsmálastjóra Kópavogs fyrir störf í þágu eldra fólks í Kópavogi 1999. Viðurkenning heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins árið 2000 fyrir að styrkja ímynd öldrunar og öldrunarþjónustu á Íslandi með virku starfi.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Félagsfræðingur, forstöðumaður félagsmiðstöðvar Reykjavíkuborgar, auk þess unnið sem leikari, leikstjóri, útvarpsmaður og margt fleira.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 03.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði