Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Andri Ísaksson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Andri Ísaksson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 14.11.1939 - d. 06.08.2005

Saga

Andri lauk stúdentsprófi af máladeild Menntaskólans í Reykjavík árið 1958. Hann lauk licence-és-lettres-prófi í sálarfræði frá Parísarháskóla, Sorbonne, 1965 og M.A.-prófi í uppeldisfræði frá Kaliforníuháskóla, Berkeley, árið 1970. Hann stundaði síðar framhaldsnám og rannsóknir við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og München-háskóla í Þýskalandi.

Andri var skólasálfræðingur við sálfræðideild skóla, Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, 1965-1966, sérfræðingur við skólarannsóknir í menntamálaráðuneytinu 1966-1968 og deildarstjóri skólarannsóknardeildar 1968-1973. Þessi ár var hann jafnframt stundakennari við Kennaraskóla Íslands. Andri var skipaður prófessor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands frá 1973-1992 (leyfi 1980-1983 og 1989-1992). Hann var ráðinn svæðisráðgjafi UNESCO, Menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna, vegna nýjunga í skólastarfi í Suðaustur-Evrópu 1980-1983, með aðsetur í París, skrifstofustjóri tengslaskrifstofu UNESCO í New York 1988-1992, og yfirdeildarstjóri framhaldsskóla- og verkmenntadeildar höfuðstöðva UNESCO í París 1992-1999.

Andri sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var formaður Sambands íslenskra stúdenta erlendis 1965-1966, formaður Sálfræðingafélags Íslands 1972-1976, ritari UNESCO-nefndarinnar 1966-1980 og fulltrúi Íslands í framkvæmdastjórn UNESCO 1983-1987. Hann var fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd um samhæfingu norrænna skólakerfa 1972-1976, og í stjórnarnefnd CERI, Menntarannsóknastöðvar OECD, Efnahags- og framfarastofnunar, í París 1972-1980. Andri átti sæti í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs Íslands 1974-1980 og sat í skólanefnd Skóla Ísaks Jónssonar 1966-1979. Eftir Andra liggur fjöldi greina í blöðum, tímaritum og safnritum um uppeldisfræði, skólamál og fleira.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1031871/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Sálfræðingur, kennari og prófessor, síðar skrifstofustjóri hjá UNESCO í París

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 17.10.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði