Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Ágústa Pétursdóttir Snæland (f. 1915)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ágústa Pétursdóttir Snæland (f. 1915)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1915-2008

History

Fæddist í Reykjavík 9.2. 1915, d. 6.12. 2008.
Foreldrar voru Pétur Halldórsson, cand. phil., bóksali, síðar borgarstjóri og alþingismaður og kona hans Ólöf Björnsdóttir húsfreyja.
Systkini Ágústu voru Björn, bóksali og verslunarstjóri, Halldór listmálari, og Kristjana húsfreyja.
Ágústa ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla, síðan í Miðbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hún iðkaði fimleika og sund og var tennisdrottning Íslands um skeið. Hún stundaði nám á Kunsthaandværkerskolen í Kaupmannahöfn árin 1933-1936. Að loknu prófi þaðan í auglýsingateiknun setti hún á stofn teiknistofu í Reykjavík og var fyrsti Íslendingurinn sem menntaður er í þeirri grein.

Ágústa giftist 10.7.1937 Hans Henrik Pay Larsen, bankastarfsmanni, f. 24.2. 1912, d. 1.5. 1943. Seinni maður Ágústu var Pétur Valdimar Snæland forstjóri, f. 10.1. 1918, d. 27.6. 2002. Þau giftust 12.6. 1943. Pétur og Ágústa eignuðust þrjá syni saman, en frá fyrra hjónabandi átti Ágústa ungan son sem Pétur ættleiddi og gekk í föður stað.

Jafnhliða húsmóðurstörfum vann Ágústa að listsköpun. Vinnustofa hennar var um skeið í Aðalstræti 12 þar sem langamma hennar og nafna, Augusta Svendsen, hafði rekið verslun. Hún hannaði m.a. merki fyrir stofnanir og fyrirtæki: Stálhúsgögn, Barnaspítala Hringsins, Prestafélag Íslands, Landsvirkjun og Listahátíð eru dæmi um það. Ágústa skapaði eftirsótta minjagripi, kríur, svani, fiðrildi í óróum og fleiri form úr þorskhausbeinum. Hún þrykkti á tau bæði mannlífsmyndir sem hún skar í dúk og við og fékk innblástur og mynstur úr náttúrunni. Ágústa orti ljóð sem birtust m.a. í tímariti Máls og menningar.

Places

Reykjavík. Kaupmannahöfn.

Legal status

Functions, occupations and activities

Húsmóðir. Auglýsingateiknari.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

AS skráði rafrænt í ágúst 2015.

Language(s)

Script(s)

Sources

Sjá minningargreinar í Morgunblaðinu um Ágústu, 11. des. 2008.

Maintenance notes